Greiðsluleiðbeiningar

Þegar gjald er lagt á ökutæki er það lesið inn í banka næsta virka dag og stofnast þar á viðkomandi eiganda/umráðamann og er þá tilbúið til greiðslu.

Hægt er að greiða stöðubrotsgjöld í öllum bönkum og sparisjóðum hér á landi. Jafnframt er hægt að greiða gjöldin í netbanka og er þá gjaldið undir liðnum „ógreiddar kröfur“ í netbanka eiganda/umráðamanns. 

Að gefnu tilefni er bent á að „Kennitala greiðanda“ í netbönkum vísar til kennitölu þess sem er skráður fyrir gjaldinu, í þessu tilviki er það eigandi eða umráðamaður ökutækis, en ekki þess sem er að greiða gjaldið.