Bílastæðasjóður Suðurnesjabæjar

Velkomin á vefsíðu Bílastæðissjóðs Suðurnesjabæjar

Hér má finna upplýsingar um gjaldskrá sjóðsins, greiðsluleiðbeiningar og skilmála fyrir rökstuðningi og andmælum.

Fékkst þú sekt? Ef þú ert eigandi bifreiðarinnar færðu sektina senda í heimabankann þinn. Ef þú ert ekki eigandi eða umráðamaður þá getur þú fyllt út reitina hér til hliðar með álagningarnúmeri og bílnúmeri til þess að fá kröfunúmer og frekari upplýsingar um sektina. Þú getur á sama stað opnað form til að andmæla sekt ef þú telur hana ekki eiga rétt á sér.

Hvar finn ég álagningar- og bílnúmerið? Þegar sektin kemur í heimabankann þá er liður sem heitir „Viðskiptanúmer“ þar kemur fram bílnúmer og svo álagningarnúmer. Dæmi: Viðskiptamannanúmer – AAA110001234. Fyrstu fimm stafirnir eru bílnúmer og síðustu sjö eru álagningarnúmerið, AAA11 og svo 0001234.