Skilmálar andmæla

Andmæli eru rökstudd samantekt til endurskoðunar á álagningu stöðvunarbrotagjalds.

1.gr.

Sé andmælandi eigandi/umráðamaður ökutækis skal gefa upp símanúmer og tölvupóstfang.  Þegar andmælandi er annar en skráður eigandi/umráðamaður bifreiðar skal gefa upp nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang andmælanda.

2.gr.

Andmælandi skal gera grein fyrir máli sínu á skýran hátt og koma á framfæri þeim upplýsingum er nauðsynlegar eru til úrvinnslu málsins. Andmælandi skal jafnframt skila inn þeim gögnum til stuðnings máli sínu, sem eðli gagnanna samkvæmt eru ekki aðgengileg Bílastæðasjóð. Ekki þarf að skila inn afriti af brotalýsingu.

3.gr.

Andmælandi gefur Bílastæðasjóð heimild til að afla upplýsinga til staðfestingar á þeim upplýsingum sem koma fram í andmælum. Upplýsingar geta m.a. verið sóttar í þjóðskrá og  ökutækjaskrá allt eftir eðli máls hverju sinni.

4.gr.

Andmælandi gefur Bílastæðasjóð heimild til að afla upplýsinga hjá sýslumönnum vegna útgáfu og gildistíma stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða.

5.gr.

Andmælandi gefur Bílastæðasjóð heimild til að leita eftir umsögn þess sem lagði gjald á ökutækið og jafnframt heimild til að skoða ljósmyndir af vettvangi.

6.gr.

Þegar andmælt er gjöldum sem lögreglan hefur skrifað á bifreið gefur andmælandi Bílastæðasjóð heimild til að áframsenda málið til umsagnar hjá lögreglu.

7.gr.

Allar upplýsingar er Bílastæðasjóður aflar til vinnslu mála eru trúnaðarmál og afhendast ekki þriðja aðila.

8.gr.

Úrvinnsla andmæla á sér stað hjá Bílastæðasjóð. Skv. 4. mgr. 109. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 verður ákvörðun um álagningu gjalds ekki borin undir æðra stjórnvald. Heimilt er að kæra ákvörðun Bílastæðasjóðs til Héraðsdóms Reykjaness.